Þurrktækni

Þúsund Fjalir sinna útkallsþjónustu fyrir tryggingafélög, sveitafélög, ríki, sem og fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið vinnur tilfallandi verk frá A-Ö og notast við öflugt tengslanet annarra iðnaðarmanna ef verkefni kallar á þjónustu sem er utan sérsviðs Þúsund Fjala. Fyrirtækið hefur mikla og sérhæfða reynslu af tjónum sem osakast af langvarandi leka, s.s. málum þar sem um óútskýrðar rakaskemmdir og myglu er að ræða, sem og skyndilegum flóðum.

Vinnuferlið sem viðhaft er við öll slík mál, tekur mið af þeim leiðbeiningum sem tíðkast í þeim löndum sem mesta reynslu hafa af slíkum málum. Hafa starfsmenn innan fyrirtækisins sótt menntun til Bandaríkjanna, sem og námskeið hér á landi.