Smíði

Þúsund fjalir ehf taka að sér fjölbreytt verkefni tengd smíðavinnu. Hjá fyrirtækinu starfa (húsasmíðameistarar og) smiðir með víðtæka reynslu og þekkingu á faginu. Fagmennska og fáguð vinnubrögð eru í forgangi þegar starfsmenn sinna störfum sínum og gæta fyllsta öryggis. Viðhöfð er sú regla að lágmarka ryk og önnur óhreinindi við störf okkar. Við höfum getu og þekkingu til að taka að okkur flest verk sem falla undir trésmíði og sérsmíði.

Árið 2016 færðum við út kvíarnar þegar innréttingaverkstæði var tekið í notkun hjá okkur. En því stýrir þaulreyndur húsgagnsmiður sem sjálfur var með verkstæði. Auk hans starfa fjórir húsasmiðir með mikla reynslu af innréttingarsmíði. Tökum við að okkur margskonar verkefni á þessu sviði, krefjandi sem einföld.