Múrverk

Í múrverki eru margir þættir sem þurfa að spila saman. Þar er kunnátta mikilvæg í verkþekkingu, líkt og í efnisvali. Gríðarlegt framboð er á vörum og efnisflokkar margir. Þekking á efnum er því mikilvæg ásamt kunnáttu við val og notkun. Okkar múrarar hafa áratuga reynslu í faginu, sem er afar dýrmætt. Þetta samspil notkunnar og efnisvals verður til þess að tíminn sem fer í verkið helst í hófi. Gæðakröfur verkkaupa eru okkur mikilvægar, því gefum við ávallt okkar bestu ráð um framkvæmd og efnisval.