Málingavinna

Málningarvinnan er einn af þakklátari verkþáttum verkkaupa. Þá farið með heildstæða litarkápu yfir fleti sem annars eru flekkóttir og mislitir af hinum ýmsu byggingarefnum. Okkar fagmenn eru vel heima í öllu sem viðkemur málningarvinnu eins og spartlvinnu, viðgerðum á hinum ýmsu sviðum tengt faginu, lökkun og almennri málningarvinnu.

Málning er eitt af þeim byggingarefnum sem fólk fer verst með. Margir telja sig geta málað allt heima hjá sér en skemma oft meira en efni stóðu til. Algengustu atriði sem fólk flaskar á er undirvinnan, en ef undirvinnan er ekki rétt frágengin, framkallast það alltaf í gegnum málaða flötin.
Gljástig er eitthvað sem fólk spáir oft ekki í, en þar er mikill munur á gljástigi á loftum, stofuveggjum, votrýmum eins og vaskahúsi, eldhúsi osfv.
Þá er fagmennskan ekki eitthvað sem við fengum í vöggugjöf. Allt of algengt er að sjá málað út á skápa, hurðagerefti, límbandsför um allt osfv.