Þúsund Fjalir voru algerlega frábærir allt frá því að þeir komu yfirvegaðir að tjóninu næstum eins og sálfræðingar og þar til að þeir skiluðu verkinu algjörlega fullkomnu og hreinu. Öll vinnubrögð þeirra voru vönduð, fagmannleg og fumlaus, allt stóðst eins og sagt var og framkoma þeirra allra til fyrirmyndar. Verktaki sem skilar svona góðu verki og sýnir tjónþola skilning og umburðarlyndi hlýtur að vera besta auglýsing sem tryggingafélagi hlotnast.